Forkönnun á hagkvæmni varaflugvallar
Fimmtudaginn 22. febrúar 1990


     Karl Steinar Guðnason:
    Herra forseti. Ég tek undir það sem síðasti ræðumaður sagði hér áðan. En ég tel líka ástæðu til að vekja athygli á því að beiðni um forkönnun á hugsanlegum varaflugvelli á vegum Mannvirkjasjóðs Atlantshafsbandalagsins barst fyrir nokkrum árum, ég held að það hafi verið 1985, í tíð þáv. utanrrh. Matthíasar Á. Mathiesen. Hann hafði með þetta mál að gera í mörg ár og einhvern veginn vafðist það fyrir honum að veita þessa heimild, hann hopaði undan og veitti ekki þessa heimild. ( Gripið fram í: Hann var ekki utanrrh. 1980.) Hann var utanrrh. alveg frá því að þessi beiðni kom til og heyktist á því að veita þessa heimild. Ef hann hefði brugðist þannig við og ekki lent í einhverjum sálarflækjum við sína samstarfsmenn, eða vegna sinna samstarfsmanna, þá væri löngu búið að byggja þennan varaflugvöll. Vænti ég þess að hv. fyrirspyrjandi athugi þetta.