Ráðstafanir til að lækka verðbólgu og vexti
Fimmtudaginn 22. febrúar 1990


     Fyrirspyrjandi (Stefán Valgeirsson):
    Virðulegur forseti. Það er aðeins eitt í þessu sem ég vil benda hæstv. forsrh. á. Í gegnum þessa verðbréfasjóði er tekið inn sparifé á mikið hærri vöxtum en annars væri hægt og lánað út á hærri vöxtum. Það er galdurinn. Það er í raun og veru verið að fara í kringum þessa hluti. Þarna þarf hæstv. ríkisstjórn að vera virkilega á varðbergi. Og þarf að skoða starfsemi þessara sjóða. Ég gæti bent á og komið með dæmi um það, ef tími væri til, hvernig þetta hefur verið að þróast og er enn í dag.