Olíuhöfn
Fimmtudaginn 22. febrúar 1990


     Fyrirspyrjandi (Ásgeir Hannes Eiríksson):
    Virðulegi forseti. Ég spyr hér um olíuhöfn á Íslandi og ástæðan er sú að í viðræðum við mann sem gjörþekkir olíuviðskiptin við Sovétríkin kom það í ljós að floti sovéskra olíuskipa fer það ört stækkandi að þessi Sovétmaður sagði mér að innan nokkurra ára yrðu engar hafnir nógu stórar fyrir þeirra skip hér á landi. Spurningin er því: Er einhver viðbúnaður í gangi til þess að mæta þessum ört stækkandi skipum í flota Sovétmanna eða annar viðbúnaður til þess að mæta þessu á annan hátt?