Norræna sjóréttarstofnunin
Fimmtudaginn 22. febrúar 1990


     Jón Kristjánsson:
    Virðulegi forseti. Ég blanda mér í þessa umræðu vegna þess að ég á um þessar mundir sæti í menningarmálanefnd Norðurlandaráðs sem varamaður. Þessi mál hafa verið rædd í nefndinni, síðast á fundi í Stokkhólmi 29. jan. og verða til umræðu á þingi Norðurlandaráðs í næstu viku. Ég er þeirrar skoðunar að við verðum að fara mjög varlega. Ég hef orðið rækilega var við, þó ég þekki ekki beinlínis til starfs þeirrar stofnunar sem um ræðir af eigin raun, að þeim sem hafa unnið í tengslum við hana hér á landi finnst eftirsjá í henni og þannig er með norrænt samstarf að við höfum sem lítil þjóð í þessu samstarfi mjög mikinn hag af samstarfinu þannig að það er mín skoðun að við þurfum að fara varlega í að leggja niður þessar stofnanir.
    Ég þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir að hreyfa þessu máli hér og ráðherra fyrir svör hans.