Ráðstafanir vegna kjarasamninga
Fimmtudaginn 22. febrúar 1990


     Karvel Pálmason (um þingsköp) :
    Virðulegur forseti. Ég er alveg ósammála þeim hv. ræðumönnum sem hér hafa talað. Ég tel að það mál sem hér sé brýnast að ræða á þessum fundi og skipti kannski mestu í framtíðinni sé stjórnun fiskveiða og það mál eigi að ganga fyrir. Og ég óska eindregið eftir því að hæstv. forseti láti það mál hafa forgang. Ég er ekki að biðja um það að umræður verði dregnar á langinn. Ég held að nauðsynlegt sé að koma málinu til nefndar áður en næsta vika kemur í ljós. ( Gripið fram í: Allt rétt.) Já, og þess vegna sé mjög nauðsynlegt að það mál njóti forgangs hér í umræðunni í þessum efnum. Hitt er hjóm í ljósi þess máls að mínu viti og ég óska eindregið eftir því að það mál verði tekið fyrst til umræðu. Hitt getur síðan komið á eftir ef menn svo vilja.