Stjórn fiskveiða
Föstudaginn 23. febrúar 1990


     Hagstofuráðherra (Júlíus Sólnes):
    Virðulegi forseti. Bara örstutt til að svara því sem hv. 3. þm. Vestf. sagði. Það kom vonandi fram hér við 1. umr. málsins þegar hún ... ( KP: Þetta er 1. umr.) Fyrirgefðu, hún er búin að vera í tveimur hlutum eða kannski þremur, ég veit það ekki nákvæmlega, en þingflokksformaður Borgfl. gerði grein fyrir afstöðu flokksins, las þar upp bréf í umræðunni sem við sendum ríkisstjórninni þegar afgreiðslu málsins lauk þar. Þar kemur skýrt fram hver okkar afstaða er. Hún er einfaldlega sú að við erum enn þá mótfallnir þeirri fiskveiðistefnu sem frv. ber með sér og áskiljum okkur rétt til þess að fylgja brtt. eða flytja brtt.