Stjórnarráð Íslands
Föstudaginn 23. febrúar 1990


     Eiður Guðnason:
    Virðulegi forseti. Hér er vissulega um mikilvægt mál og mikilvægan málaflokk að ræða, málaflokk sem við höfum ekki sinnt svo sem skyldi og er sannarlega kominn tími til að við tökum okkur á í þeim efnum. Þess vegna er hér um tímamót að ræða. Og það er sorglegt á þessum tímamótum að hlýða hér á fulltrúa Kvennalistans sem ekki geta stutt málið og fulltrúa Sjálfstfl. sem eru málinu andvígir. Þess verður áreiðanlega minnst þegar málið verður skoðað er fram líða stundir hver afstaða þessara tveggja stjórnmálasamtaka var. Ég segi já.