Frjáls flugrekstur
Mánudaginn 05. mars 1990


     Ólafur Þ. Þórðarson:
    Herra forseti. Hv. 3. þm. Vestf. hefur viljað setja mig í flokk frjálshyggjunnar með þeim manni sem skrifað hefur um það lærðar greinar, þann hugsanlega möguleika að selja ömmu sína. Ég biðst undan því að vera færður þannig til í íslenskum stjórnmálum. Hins vegar biðst ég ekki afsökunar á því að hafa tekið þeim rökum sem Jón Sigurðsson setti fram í sínum greinum um verslunarfrelsi og ferðafrelsi til og frá landinu.