Þróunarsjóður lagmetis
Fimmtudaginn 08. mars 1990


     Fyrirspyrjandi (Ásgeir Hannes Eiríksson):
    Það hefur verið heldur stormasamt í kringum lagmetisiðnaðinn upp á síðkastið. Komið hefur í ljós að Sölustofnun lagmetis á undir högg að sækja. Það hefur verið mikill taprekstur hjá stofnuninni. Og stærsti framleiðandi lagmetis innan vébanda þessarar stofnunar K. Jónsson á Akureyri, hefur sagt skilið við hana og hyggur á að selja upp á eigin spýtur í framtíðinni. Þess vegna velta lagmetismenn því fyrir sér í dag hverjir hafa fengið úthlutað úr Þróunarsjóði lagmetisiðnaðarins frá stofnun hans. Hve oft og hvaða fjárhæð fór til hvers aðila? Þetta eru þær spurningar sem ég leyfi mér að leggja fyrir hæstv. iðnrh.