Sjónvarpssendingar á fiskimiðin
Fimmtudaginn 08. mars 1990


     Fyrirspyrjandi (Ásgeir Hannes Eiríksson):
    Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir þessa stuttu umræðu. Ég vil sérstaklega þakka ráðherranum greinargóð svör. Hann talaði hér tungum tveim í rauninni því hann talaði bæði fyrir ráðherrann sem spurður var og síðan bætti hann við því sem upp á vantaði frá sínu eigin ráðuneyti. Mér þykir þetta gott. Ráðherra hefur svarað vel í dag. Hann hefur ekki klikkað á smáatriðunum.
    Eins þakka ég hv. þm. Inga Birni Albertssyni fyrir hans innlegg. Þetta er þarft mál, en ljóst er að upphæðir þær sem hér um ræðir eru það háar að enn gæti orðið einhver bið á því að hafist verði handa.