Skýrsla um viðræður EFTA og EB
Fimmtudaginn 08. mars 1990


     Forsætisráðherra (Steingrímur Hermannsson):
    Virðulegi forseti. Ég vil staðfesta það sem forseti sagði. Ég þekki ekkert sem er því til fyrirstöðu af hálfu stjórnvalda að ræða málið nema ég tel afar nauðsynlegt að utanrrh. sé við og ég þykist vita að hv. þm. vilji það einnig svo að vel má vera að þetta geti þá orðið á mánudaginn. Ég veit ekki betur en hann komi heim í dag.
    En það er rétt hjá hv. þm. að það hafa orðið núna upp á síðkastið miklar breytingar vegna þeirra atburða sem eru að gerast í Evrópu og hafa áhrif á þetta mál allt eins og hugsanleg sameining Þýskalands og fleira í því sambandi og er sannarlega ástæða til að ræða um breytt viðhorf.