Viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson):
    Virðulegi forseti. Örstutt athugasemd til þess að bera af mér ávirðingar. (Gripið fram í.) Þeim mun fremur, virðulegu þm., er full þörf á því að andmæla því enn á ný að afskipti og málflutningur ríkisstjórnarinnar í málinu hafi einkennst af því sem virðulegur 1. þm. Reykv. hefur ítrekað leyft sér að kalla, og er greinilega ákaflega hrifinn af orðum sínum þremur, ,,undirmál, yfirklór og klúður``. Ekkert gæti verið fjær sanni. Hver var það sem bað um álit Ríkisendurskoðunar og bankaeftirlits Seðlabanka í upphafi málsins? Hver var það sem lagði fram í þinginu skýrslu Ríkisendurskoðunar, annar en viðskrh.? (Gripið fram í.) Bíddu hægur, hv. 1. þm. Reykv., þar kem ég að því að ég freistast enn til að beita sömu málflutningsaðferð og hv. 1. þm. Reykv. Það sem hann nú bætti við í sinni síðustu ræðu leiðir mig enn til þess að hugsanlega væri rétt að nota hans málflutningsaðferð og lýsa framlagi hans til málsins sem misskilningi mestanpart og slúðri.