Frestun umræðu um fjáraukalög
Fimmtudaginn 08. mars 1990


     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Forseti hlýtur að taka undir það með hv. 6. þm. Reykn. að engir sérstakir samningar fóru fram um hvernig unnið yrði á þessum degi. Forseti vill einnig benda á að ekki einungis stjórnarandstaða heldur einnig allmargir stjórnarþingmenn hafa tekið þátt í umræðum hér í dag og við það hafa umræður lengst og við því er ekkert að segja.
    En einhver misskilningur virðist vera milli okkar hv. 2. þm. Vestf. Ég hyggst á engan hátt svíkja það loforð sem ég gaf hv. 1. þm. Suðurl. í dag. Umræða um EFTA fer fram hér kl. 2 á mánudaginn og síðan verður frv. til fjáraukalaga 1990 tekið inn á dagskrá þann dag einnig.