Frestun umræðu um fjáraukalög
Fimmtudaginn 08. mars 1990


     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Ég verð að minna hv. 2. þm. Vestf. á það að forseti setti þetta mál á dagskrá eins fljótt og unnt var. Frá því að frv. var fram lagt liðu þrír dagar þar til það var tekið til umræðu. Betur held ég að sé ekki hægt að gera. Ég vil aðeins ítreka þetta við hv. þm. þannig að ég held að forseti þurfi ekki að hafa neitt sérstakt samviskubit af því að þetta mál hafi verið látið liggja hér.
    Það er nú einu sinni svo að forseti hefur vald til að úrskurða í máli sem þessu. Hv. 6. þm. Reykn. og hæstv. 1. varaforseti Sþ. hefur farið þess á leit fyrir hönd stjórnarandstöðunnar að þessum fundi verði frestað. Þessum fundi er frestað.