Tilhögun þingfunda
Þriðjudaginn 13. mars 1990


     Forseti (Árni Gunnarsson):
    Vegna orða hv. þm. vill forseti segja þetta: Á fundi með formönnum þingflokka í gær spurði hv. þm. að því hvort forseti stefndi að atkvæðagreiðslu að lokinni umræðu. Forseti sagðist mundu hafa atkvæðagreiðslu að lokinni umræðu ef aðstæður leyfðu. Forseti verður í jafnviðkvæmu máli og þessu að taka tillit til þeirra aðstæðna sem ríkja í hv. deild, m.a. lögmætra fjarvista nokkurra þingdeildarmanna. Forseti mun hins vegar meta það eftir því sem á umræðuna líður hvort hann boðar til atkvæðagreiðslu síðar í dag og lætur þá boða hér til fundar þá hv. þm. sem ekki hafa séð sér fært að sækja fund í byrjun fundardags.