Meðferð mála á Alþingi
Mánudaginn 19. mars 1990


     Ásgeir Hannes Eiríksson (um atkvæðagreiðslu) :
    Virðulegi forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um tillögu sem snýr eingöngu að starfinu hér á Alþingi, að meðferð mála í þingsölum og á þinginu sjálfu. Ég tel ekki ástæðu til að þessari till. sé vísað til nefndar þar sem ekki þarf að leita umsagnar fólks úti í bæ um vinnubrögð hér á þinginu. Þess vegna óska ég ekki eftir því að mál þetta fari til nefndar heldur beint til síðari umræðu. ( Forseti: Hv. þm. hefur flutt mál sitt).