Fjárgreiðslur úr ríkissjóði
Þriðjudaginn 20. mars 1990


     Sighvatur Björgvinsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég vildi aðeins taka það fram til þess að forðast allan misskilning að það sem ég sagði hér í dag um drátt á þessu máli ber ekki að skoða sem gagnrýni á hæstv. forseta. Mér er kært að upplýsa að líklega væri málið ekki enn komið til umræðu hér í hv. deild ef ekki hefði komið til atbeini forseta. Hins vegar er engin ástæða til þess að liggja á því að við flm. gerðum samkomulag við hæstv. fjmrh. og raunar fleiri um að þetta mál kæmi á dagskrá á tilteknum tíma. Það samkomulag gekk ekki fram m.a. vegna fjarveru hæstv. fjmrh. þegar til átti að taka en einnig af öðrum orsökum. En ég ítreka að hér er ekki við hæstv. forseta að sakast. Sennilega væri málið ekki komið til umræðu ef hans hefði ekki notið við.