Fjárgreiðslur úr ríkissjóði
Þriðjudaginn 20. mars 1990


     Geir H. Haarde (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég vil eins og síðasti ræðumaður taka af öll tvímæli um það að þó að ég hafi talað hér um að umræðan hafi verið slitrótt og þar af leiðandi ekki jafnbeinskeytt og æskilegt hefði verið má ekki með neinu móti túlka það sem gagnrýni á hæstv. forseta. Mér er kunnugt um það, m.a. sem varaforseta deildarinnar, að hann hefur lagt sig í líma við að greiða fyrir því að þetta mál kæmist á dagskrá og áfram í deildinni. Þannig að ég veit að við hann er ekki að sakast og reyndar hefur hann verið þessum ræðumanni sem hér stendur sérstaklega liðlegur í þessari umræðu og orðið við óskum mínum um hvenær ég kæmist hér á mælendaskrá og fyrir það vil ég þakka honum og láta þess getið að undan honum er ekki í einu eða neinu að kvarta.