Jafnréttisáætlanir
Fimmtudaginn 22. mars 1990


     Fyrirspyrjandi (Danfríður Skarphéðinsdóttir):
    Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir að fá að gera hér örstutta athugasemd. Ég fagna því sem kom fram núna í máli hæstv. félmrh. Ég vil einnig geta þess, sem ekki kom fram í máli mínu áðan, að ég tel að það hafi verið mjög jákvætt framtak að senda af stað þessar jafnréttisáætlanir vegna þess að mér er kunnugt um að þær hafa leitt af sér mikla umræðu um þessi mál inni í hinum ýmsu stofnunum. Það skiptir miklu máli að reyna að hreyfa við þessum málum með öllum tiltækum ráðum.