Rit um kristni á Íslandi í þúsund ár
Fimmtudaginn 22. mars 1990


     Þorv. Garðar Kristjánsson (um atkvæðagreiðslu) :
    Hæstv. forseti. Hv. 1. flm. tillögunnar lagði ekki til að málinu yrði vísað til nefndar og færði rök fyrir því frá sínu sjónarmiði. Eftir að flm. talaði gerði ég grein fyrir málinu með tilliti til þess sem gerst hafði í þessum málum áður en kom til aðdraganda þessarar tillögu. Á grundvelli þess lagði ég til að málinu yrði vísað til nefndar til umhugsunar. Ég tók fram að ég ætlaði ekki sjálfur að gera neinar brtt. vegna þess að samstaða þarf að vera um þetta mál. En ég tel eðlilegt að nefnd fái málið til umfjöllunar um þau atriði sem ég reifaði hér. Og því legg ég til að málinu verði vísað til allshn.