Ábyrgðadeild fiskeldislána
Þriðjudaginn 27. mars 1990


     Fjármálaráðherra (Ólafur Ragnar Grímsson):
    Virðulegi forseti. Ég vil aðeins geta þess að í 2. gr. frv. eiga orðin ,,án ríkisábyrgðar`` við lán, en ekki við orðin ,,bankar eða lánastofnanir`` og í 4. gr. eiga orðin ,,án ríkisábyrgðar`` við aðrar lánastofnanir án ríkisábyrgðar, en ekki við bæði orðin ,,bankar og aðrar lánastofnanir.``
    Ég vona að þetta nægi til þess að málið geti fengið afgreiðslu hér í hv. deild og vil geta þess að ég lagði þetta frv. fram hér á Alþingi sem stjfrv. í desembermánuði sl. Það hefur ekki staðið á stjórnvöldum hvað snertir afgreiðslu málsins. Það hefur verið um það bil þrjá mánuði hér til meðferðar á hv. Alþingi. Það hefur ákveðin vinna verið lögð í að undirbúa reglugerð. Hins vegar hefur frv. tekið breytingum í meðferð málsins á Alþingi og nauðsynlegt að taka mið af því þegar endanlega verður gengið frá forsendum reglugerðarinnar.