Frestun umræðu um ríkisreikning 1988
Þriðjudaginn 27. mars 1990


     Geir H. Haarde :
    Herra forseti. Ég vil beina því til forseta að næsta máli, ríkisreikningi 1988, verði frestað þar til afgreiðsla fjvn. á fjáraukalagafrv. fyrir 1988 liggur fyrir. Það er óeðlilegt að afgreiða ríkisreikninginn fyrr en eftir að búið er að afgreiða fjáraukalög. Þessi sama athugasemd var gerð í fyrra. Þá var það hv. formaður fjvn. sem beitti sér fyrir því að afgreiðslu ríkisreikningins var frestað meðan beðið var afgreiðslu fjáraukalaga. Ég held að það sé rétt afgreiðsla, það sé formlega rétt að bíða eftir afgreiðslu fjáraukalaga og því beini ég því til forseta að þessu máli verði frestað þar til sú afgreiðsla liggur fyrir.