Tekjuskattur og eignarskattur
Þriðjudaginn 27. mars 1990


     Frsm. meiri hl. fjh.- og viðskn. (Jón Sæmundur Sigurjónsson):
    Herra forseti. Nefndin hefur fjallað um þetta mál sem varðar breytingar á eignarskatti. Ríkisstjórnin hefur þegar beitt sér fyrir umtalsverðum breytingum á fyrirkomulagi eignarskatts sem samþykktar voru í tengslum við samþykkt fjárlaga fyrir árið 1990, en þær breytingar miðuðu að verulegri lækkun á álagningarhlutfalli eignarskatts. Fyrirliggjandi frv. gengur þó eitthvað lengra.
    Meiri hl. nefndarinnar komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að málinu væri vísað til ríkisstjórnarinnar. Þórhildur Þorleifsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu þessa máls. Undir þetta meirihlutaálit skrifa Ragnar Arnalds, Sverrir Sveinsson, Guðmundur G. Þórarinsson og Jón Sæmundur Sigurjónsson.