Tekjuskattur og eignarskattur
Þriðjudaginn 27. mars 1990


     Frsm. meiri hl. fjh.- og viðskn. (Jón Sæmundur Sigurjónsson):
    Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur fjallað um þetta mál sem fjallar um möguleika einstæðs foreldris og barns þess til að nýta sér skattafrádrátt á svipaðan hátt og fólk í sambúð eða gift fólk. Meiri hl. nefndarinnar leggur til að gagngert mat fari fram á því hvaða kostnað breytt skipan tekjuskatts, skv. tillögum frv., hefði fyrir ríkissjóð. Meiri hl. gerir það að tillögu sinni að frv. verði vísað til ríkisstjórnarinnar í þessu skyni.
    Þórhildur Þorleifsdóttir var fjarverandi afgreiðslu málsins en undir þetta meirihlutaálit skrifa Guðmundur G. Þórarinsson, Sverrir Sveinsson, Ragnar Arnalds og Jón Sæmundur Sigurjónsson.