Forseti (Árni Gunnarsson):
    Formaður þingflokks Alþfl. hefur ritað mér eftirfarandi bréf, dags. 28. mars 1990:
    ,,Þar sem Sighvatur Björgvinsson, 5. þm. Vestf., er erlendis og getur því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér, að hans beiðni, með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að 1. varamaður Alþfl. í Vestfjarðakjördæmi, Björn Gíslason byggingameistari, taki sæti á Alþingi í fjarveru hans.``
    Undir þetta bréf ritar formaður þingflokks Alþfl. Eiður Guðnason.
    Björn Gíslason hefur áður tekið sæti á þessu þingi og er hann boðinn velkominn til þingstarfa.