Samningur menntamálaráðherra við Sturlu
Miðvikudaginn 28. mars 1990


     Forseti (Guðrún Helgadótttir):
    Hv. þingmaður. Forseti tekur ekki til máls á meðan hv. þm. stendur í ræðustól. --- En nú hefur hann yfirgefið stólinn og þá skal upplýst að sl. mánudag leyfði forseti hálftíma umræðu um málefni Byggingarsjóðs ríkisins og skyldi sú umræða fara fram kl. hálf fimm. Þá tilkynnti hv. 11. þm. Reykn. mér að svo hefði samist með honum og hæstv. félmrh. að umræðan færi ekki fram. Gerði ég honum þá ljóst að þá drægist hún til næsta mánudags þar eð utanríkismálaumræða tæki allan tímann á fimmtudag og föstudag.
    Ég mun standa við það loforð við hv. 11. þm. Reykn. að umræða utan dagskrár um málefni Byggingarsjóðs ríkisins fari fram næstkomandi mánudag.