Samningur menntamálaráðherra við Sturlu
Miðvikudaginn 28. mars 1990


     Forseti (Guðrún Helgadóttir) :
    Ég vil nú biðja hv. þm. að misbjóða ekki forseta. Umræða þessi getur vitaskuld ekki farið fram nú, vegna þess að hæstv. félmrh. er ekki einu sinni viðstaddur hér í húsinu. ( IBA: Ég sagði hálf níu í kvöld.) Einhver takmörk verða að vera á þeim kröfum sem hægt er að gera til forseta.
    En það mun verða skoðað hvort sú umræða geti farið fram í kvöld. Um það vill forseti ekkert upplýsa á þessu stigi málsins. Umræðu um þingsköp er lokið og hefst nú sú umræða sem hér á að fara fram.