Samningur menntamálaráðherra við Sturlu
Miðvikudaginn 28. mars 1990


     Hreggviður Jónsson (um þingsköp) :
    Hæstv. forseti. Aðeins örstutt. Hér var tekið til umræðu mál utan dagskrár sem nú hefur staðið nærfellt tvo tíma. Það hefur legið fyrir ósk um að annað mál væri tekið fyrir hér utan dagskrár. Við höfðum óskað eftir því, fyrst þetta mál þótti svo mikilvægt, sem ég efast ekki um, að það yrði haldinn sérstakur fundur um það, þá yrði settur annar fundur kl. 8.30 í kvöld og tekið þá fyrir utandagskrármál það sem við höfum óskað eftir um Byggingarsjóð ríkisins í Frjálslynda hægriflokknum, eða í versta tilfelli yrði það tekið fyrir kl. 2 á morgun á fundi Sþ. Ég óska eftir að forseti svari þessu.