Tilhögun þingfundar
Miðvikudaginn 28. mars 1990


     Forseti (Árni Gunnarsson):
    Vegna þessarar umræðu vill forseti taka fram að honum er alveg ljóst að hér á hv. Alþingi verða tveir kvöldfundir í þessari viku, tvo daga í röð, og auk þess verða fundir n.k. föstudag. Forseti hefur sagt aðspurður að fundur hér í kvöld verði fram undir miðnætti. Forseti vill vega það og meta þegar líður á kvöldið hvernig staða mála verður og kann þá að vera að fundi verði frestað eða honum slitið fyrr, ef þetta nægir hv. 5. þm. Vesturl.