Rannsóknir og vísindastarfsemi
Fimmtudaginn 29. mars 1990


     Fyrirspyrjandi (Guðrún Agnarsdóttir) (um þingsköp) :
    Hæstv. forseti. Ég vil vekja athygli hv. 3. þm. Vesturl. á því að hér hafa fyrirspurnir farið fram með mjög friðsamlegum hætti og á eðlilegum tíma og hraða í morgun. Þó hefur mönnum gefist kostur á að gera örstutta athugasemd og það gerði ég í stuttu máli hér áðan vegna gefins tilefnis. Sama fer ég fram á hér nú. Að sjálfsögðu er eðlilegt að við þingmenn höldum þær reglur sem við höfum sett. Hins vegar hefur það iðulega komið fyrir að mönnum hafi gefist kostur á að gera örstutta athugasemd.