Samningur um gagnkvæma aðstoð í tollamálum
Miðvikudaginn 04. apríl 1990


     Viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson):
    Ég mæli hér fyrir frv. til laga um breytingu á lögum nr. 94/1980, um gagnkvæma aðstoð í tollamálum. Skv. þessum lögum hefur Norðurlandasamningur frá árinu 1981 lagagildi hér á landi.
    Á sl. ári var þessum samningi breytt þannig að ákvæði hans ná nú til Færeyja. Með þessu frv. sem komið er frá hv. neðri deild er lagt til að lögunum nr. 94/1980 verði breytt til þess að taka mið af hinu nýja gildissviði samningsins um gagnkvæma aðstoð í tollamálum á milli Norðurlanda.
    Ég leyfi mér, virðulegur forseti, að leggja til að þessu frv. verði að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umr. og hv. fjh.- og viðskn.