Möguleikar Bláa lónsins
Fimmtudaginn 05. apríl 1990


     Jón Kristjánsson:
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir áliti allshn. um till. til þál. um könnun á fjölþættum möguleikum Bláa lónsins við Svartsengi. Ég mæli fyrir nál. í forföllum framsögumanns sem er formaður nefndarinnar. Nefndin hefur fjallað um tillöguna og bárust umsagnir um hana frá bæjarstjórn Grindavíkur, Ferðamálaráði Íslands, Hitaveitu Suðurnesja, Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, Sambandi veitinga- og gistihúsa og Samtökum psoriasis- og exemsjúklinga.
    Nefndin taldi eðlilegt að auk þeirra aðila sem haft hefur verið samráð við um könnun þessa og nefndir eru í tillgr. verði einnig sérstaklega tilgreind bæjaryfirvöld í Grindavíkurbæ. Því leggur nefndin til að þáltill. verði samþykkt með eftirfarandi breytingu:
    Á eftir orðunum ,,Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum`` í 2. mgr. komi: Grindavíkurbæ.
    Ingi Björn Albertsson og Kristinn Pétursson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Undir nál. skrifa Guðni Ágústsson, Jón Kristjánsson, Eggert Haukdal, Karl Steinar Guðnason og Guðrún Helgadóttir.