Launasjóður rithöfunda
Þriðjudaginn 10. apríl 1990


     Flm. (Ásgeir Hannes Eiríksson):
    Virðulegi forseti. Frv. til laga um breytingu á lögum nr. 29/1975, um Launasjóð rithöfunda. 1. gr. orðast svo:
    ,,4. gr. laganna orðist svo:
    Menntamálaráðuneytið setur reglugerð um framkvæmd laga þessara í samráði við Rithöfundasamband Íslands og Félag ísl. rithöfunda þar sem m.a. skal kveðið á um stjórn sjóðsins, vörslu hans og greiðslur úr honum.
    Alþingi kýs árlega sjö menn í stjórn Launasjóðs rithöfunda með óhlutbundinni kosningu til eins árs í senn.
    2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Jafnframt skal ráðherra þegar eftir birtingu laganna gefa út nýja reglugerð um Launasjóð rithöfunda.``
    Að öðru leyti vísa ég í greinargerð með frv. og til þess málflutnings hér áðan þegar ég mælti fyrir þessu frv. og frv. til laga um almenningsbókasöfn og legg til að þessu verði vísað til nefndar samkvæmt vali forseta.