Fundarlok
Laugardaginn 21. apríl 1990


     Forseti (Jón Helgason):
    Það varð samkomulag um það að taka ekki fyrir dagskrármálið Raforkuver og málin þar fyrir neðan og reyna að ljúka fundum sem næst því kl. 2, eins og hv. þm. sagði. Þar á undan eru tvö smámál sem ég vænti þess að engar umræður yrðu um, en hæstv. viðskrh. mundi mæla fyrir í fjarveru utanrrh. Ég ætlaði að freista þess að koma þeim málum til nefnda.