Ný samvinnulög
Mánudaginn 23. apríl 1990


     Jón Kristjánsson:
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir áliti allshn. um till. til þál. um ný samvinnulög, geri það í forföllum formanns og frsm. eins og kom fram í máli forseta.
    Nefndin fjallaði um þessa tillögu en eins og kom fram í umræðum um hana lýsti viðskrh. því yfir að hann mundi láta vinna að samningu frv. til nýrra samvinnulaga með það fyrir augum að það verði lagt fram í haust eins og tillagan gerir ráð fyrir. Í trausti þess að það verði gert leggur nefndin til að tillögunni verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
    Ég var 2. flm. þessarar tillögu en 1. flm. situr ekki á þingi lengur, en hann hefur setið hér í vetur, Jóhannes Geir Sigurgeirsson. Þessi tillaga var flutt til þess að ýta við þessu máli en frv. til samvinnulaga er búið að liggja nokkuð lengi í drögum án þess það hafi komið fram hér á hv. Alþingi. Ég get fellt mig við þessa afgreiðslu, enda er ég einn af þeim sem skrifa undir tillögu nefndarinnar. Ég þakka nefndinni fyrir afgreiðslu þessa máls en undir afgreiðsluna rita Guðni Ágústsson, Jón Kristjánsson, Karl Steinar Guðnason, Guðrún Helgadóttir og Eggert Haukdal.