Háskóli Íslands
Mánudaginn 23. apríl 1990


     Frsm. menntmn. (Eiður Guðnason):
    Herra forseti. Menntmn. þessarar hv. deildar fjallaði á fundi sínum í morgun um þá breytingu sem gerð var í neðri deild á frv. til laga um breytingu á lögum um Háskóla Íslands. Sú breyting var gerð á 5. gr. frv. þar sem fjallað er um námsráðgjöf. Þar var áður heimild til þess að haldið væri uppi slíkri starfsemi í Háskólanm en eins og frv. kemur frá neðri deild er kveðið á um að þetta skuli gera. Er það raunar í samræmi við frv. eins og það var upphaflega eftir umfjöllun háskólaráðs á sínum tíma.
    Menntmn. þessarar hv. deildar er sammála um að mæla með samþykkt frv. eins og það kom frá hv. neðri deild.