Frsm. allshn. (Jón Helgason):
    Hæstv. forseti. Ég mæli hér fyrir nál. um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 7/1975, um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samþykkt um alþjóðareglur til þess að koma í veg fyrir árekstra á sjó.
    Aðdragandi þessa frv. er sá að árið 1972 var gerður slíkur alþjóðasamningur og ríkisstjórninni var heimilað að staðfesta hann fyrir Íslands hönd með lögum nr. 7/1975. Hinn 19. nóv. 1987 voru síðan gerðar breytingar á þessum alþjóðareglum og öðluðust þær gildi 19. nóv. 1989. Með frv. þessu er ríkisstjórninni veitt heimild til að staðfesta þessi viðbótarákvæði.
    Nefndin er sammála um að mæla með að frv. verði samþykkt. Allir nefndarmenn skrifa undir nál. nema Danfríður Skarphéðinsdóttir, sem var fjarverandi við afgreiðslu málsins.