Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson):
    Herra forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga um breytingu á lögum nr. 67/1988, um bann gegn viðskiptum við Suður-Afríku og Namibíu, á þskj. 788, sem hér kemur frþ hv. neðri deild.
    Með setningu laga nr. 67/1988 var mótmælt aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku. Höfðu sams konar lög verið sett annars staðar á Norðurlöndum. Lögin tóku, auk Suður-Afríku, til viðskipta við Namibíu. Með sjálfstæði Namibíu hefur kynþáttaaðskilnaður verið afnuminn í landinu og er forsenda fyrir viðskiptabanni gagnvart Namibíu brostin. Leggur ríkisstjórnin því til að lögum nr. 67/1988 verði breytt þannig að þau gildi ekki gagnvart Namibíu. Þó þykir rétt vegna ástands í Valvis Bay að láta lögin ná áfram til svæða sem lúta yfirráðum Suður-Afríku, sbr. 2. gr. frv.
    Herra forseti. Ég leyfi mér að leggja til að frv. þessu verði að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umr. og fjh.- og viðskn.