Ferðamál
Þriðjudaginn 24. apríl 1990


     Halldór Blöndal:
    Herra forseti. Það er óhjákvæmilegt að gera athugasemd við það að þegar komið er nærri þinglokum skuli sá meiri hluti sem stendur á bak við þessa ríkisstjórn ekki sjá ástæðu til þess að mæta við atkvæðagreiðslur þannig að þær taka miklu lengri tíma en eðlilegt er. Það verður að endurtaka þær hvað eftir annað og meira að segja fresta atkvæðagreiðslu á meðan önnur mál eru tekin fyrir ef ske kynni að það tækist að hóa saman liðinu.
    Ég hygg að þetta áhugaleysi lýsi kannski vel afstöðu stjórnarsinna til þessarar ríkisstjórnar og þess sem hún er að gera. Ég greiði ekki atkvæði.