Raforkuver
Þriðjudaginn 24. apríl 1990


     Guðmundur H. Garðarsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég hlýt að óska eftir því að þessum umræðum verði frestað þangað til forsrh. getur verið hér viðstaddur. Ég lagði ákveðnar spurningar fyrir hæstv. forsrh. Ég tók eftir því að hann skrifaði þær niður hjá sér. Með tilliti til alvöru málsins og þess sem hér um ræðir þá hlýt ég að ítreka það að hæstv. forsrh. svari þeim spurningum sem ég lagði fyrir hann.