Raforkuver
Þriðjudaginn 24. apríl 1990


     Halldór Blöndal (um þingsköp) :
    Herra forseti. Ég vil ekki spilla því að það verði orðið við beiðni hv. 14. þm. Reykv. og haldið áfram umræðunni kl. 2 á morgun. Umræðan hefur tekið nokkuð lengri tíma en búist hafði verið við. Ég þarf auðvitað ekki að taka fram að það lá a.m.k. alveg ljóst fyrir að hæstv. fjmrh. hefði getað stytt mál sitt því að ekki komu mörg efnisatriði fram í þeirri ræðu. Hins vegar veit ég ekki, herra forseti, hvort það er óþinglegt undir þessum kringumstæðum að segja að það var auðheyrilegt þegar formaður Alþb. talaði að hann var kominn á nýjan vettvang en hafði ekki komið hér upp í stólinn til þess að lýsa þeim vettvangi sem Alþb. vill standa á.