Námsgagnastofnun
Þriðjudaginn 24. apríl 1990


     Frsm. menntmn. (Guðmundur G. Þórarinsson):
    Virðulegi forseti. Menntmn. hefur fjallað um frv. til laga um Námsgagnastofnun eins og það kom frá Ed. Nefndin fékk á sinn fund til viðræðna Jón Torfa Jónasson frá Rannsóknastofnun uppeldismála og Ingvar Sigurgeirsson frá Kennaraháskóla Íslands.
    Nefndin mælir með samþykkt frv. með breytingu. Breytingin er við 5. gr. Í stað orðanna ,,kannanir og rannsóknir`` í 6. mgr. komi: og hefur frumkvæði að könnunum og rannsóknum. Með þessu vildi nefndin árétta nauðsyn þess að slíkar rannsóknir væru ekki stundaðar sjálfstætt víða í kerfinu og kæmu þá að takmörkuðum notum á hverjum stað, heldur væri í frv. eða lögunum fyrst og fremst ákvæði um að Námsgagnastofnun hefði frumkvæði að könnunum og rannsóknum sem þýddi að hún þyrfti ekki endilega að standa að þeim sjálf heldur gæti komið þeim af stað hjá öðrum og haft samvinnu um þær einnig þar.
    Undir nál. og brtt. rita allir nefndarmenn í menntmn. Nd.