Frumvarp um stjórn fiskveiða
Miðvikudaginn 25. apríl 1990


     Skúli Alexandersson:
    Herra forseti. Eins og forseta er kunnugt hefur þessi hv. deild til umfjöllunar frv. um stjórn fiskveiða. Þar er búið að vinna lengi og á ýmsan veg. Á síðustu stundum, í morgun og í gær, var farið að fjalla um frv. á svolítið sérstakan hátt, fyrst af hæstv. sjútvrh. og síðan af fulltrúa í sjútvrn. þannig að ég tel fulla ástæðu til að benda á þessi sérstöku vinnubrögð ráðuneytisins og óska eftir að hæstv. sjútvrh. verði hér viðstaddur meðan ég fjalla lítillega um þessi sérstöku vinnubrögð ráðuneytisins. ( Forseti: Hæstv. sjútvrh. er ekki kominn í húsið.) Ef hæstv. ráðherra er ekki við tel ég rétt að ég fresti þessari umfjöllun minni þar til hann er við.