Tilraunastöð Háskólans í meinafræði
Miðvikudaginn 25. apríl 1990


     Frsm. menntmn. (Eiður Guðnason):
    Virðulegur forseti. Þegar þetta mál bar á góma hér síðast og ég mælti fyrir af hálfu menntmn. brtt. eða ákvæði til bráðabirgða komu fram ábendingar um að e.t.v. væru atriði þarna sem væru ekki nægilega skýrt orðuð.
    Á fundi nefndarinnar í morgun urðu nefndarmenn sammála um að leggja til eða flytja skriflega brtt. við ákvæði til bráðabirgða eins og það liggur nú fyrir, að við það bætist tvær setningar, svohljóðandi: ,,Um ráðningu forstöðumanns í embætti prófessors við læknadeild Háskóla Íslands fer eftir háskólalögum. Að öðru leyti fer um forstöðumann eins og segir í 5. gr. laga þessara.``
    Ég leyfi mér sem sagt að flytja fyrir hönd nefndarinnar þessa skriflegu brtt. Með þessu teljum við að öllum efa sé eytt og tekin af öll tvímæli um stöðu viðkomandi starfs og starfsmanns.