Frumvarp um stjórn fiskveiða
Miðvikudaginn 25. apríl 1990


     Sjávarútvegsráðherra (Halldór Ásgrímsson):
    Herra forseti. Ég vildi aðeins út af orðum hv. þm. Halldórs Blöndals upplýsa að þessi tiltekni starfsmaður hefur fyrst og fremst unnið að ákveðnu, afmörkuðu máli sem varðar smábáta, sem er erfitt mál og umfangsmikið. Hefur hann þurft að hafa mikil samskipti við Félag smábátaeigenda en hefur að öðru leyti ekki unnið að þessu máli og ekki tekið þátt í því starfi sem varðar samskiptin við þingnefndirnar að undanförnu og ekki haft aðgang að þeim skjölum.