Menntamálaráðherra (Svavar Gestsson):
    Virðulegi forseti. Stöðugt verða umræðurnar málefnalegri, einkum og sér í lagi hjá hv. 1. þm. Vestf. sem náði sér verulega á flug og ber að þakka það. Það er alltaf gaman að sjá fima menn hér í ræðustól. En eftir stendur sá bitri veruleiki fyrir Sjálfstfl. að hann hefur ekki hugmynd um hvernig eigi að leysa lánamálin. Og hv. 2. þm. Reykv. svaraði ekki þó hann væri spurður þrem sinnum að því hvernig hann mundi hafa leyst þessi mál. Það er af því að hv. þm. stendur á gati og íhaldið í heild veit upp á sig skömmina.