Utandagskrárumræða um kvótafrumvarpið
Fimmtudaginn 26. apríl 1990


     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Forseti hefur þegar boðist til að boða fund, slíta fundi að lokinni afgreiðslu mála sem hér þarf að fara fram og setja nýjan fund kl. 3.15. Þá eru liðnir tveir tímar frá því að óskin var fram borin. Geti hv. 3. þm. Vestf. sætt sig við það skal forseti svo gera og leyfir hér með umræðu utan dagskrár í allt að hálftíma á nýjum fundi sem settur verður kl. 3.15.