Alþjóðasamþykkt um stefnu í atvinnumálum
Fimmtudaginn 26. apríl 1990


     Frsm. félmn. (Hjörleifur Guttormsson):
    Virðulegur forseti. Álit félmn. um dagskrármálið er svohljóðandi:
    ,,Nefndin hefur fjallað um tillöguna. Á fund nefndarinnar komu Hrafnhildur Stefánsdóttir frá Vinnuveitendasambandi Íslands, Gylfi Kristinsson frá félagsmálaráðuneyti og Sigurður Jóhannesson frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Einnig var lögð fram á fundi nefndarinnar umsögn VSÍ um tillöguna.
    Leggur nefndin til að tillagan verði samþykkt óbreytt.``
    Undir þetta rita allir nefndarmenn í félmn.