Samkomulag um afgreiðslu kvótafrumvarpsins
Fimmtudaginn 26. apríl 1990


     Sjávarútvegsráðherra (Halldór Ásgrímsson):
    Virðulegur forseti. Út af orðum hv. 1. þm. Suðurl. vildi ég aðeins minna á það að frv. til laga um Úreldingarsjóð var lagt fram á síðasta Alþingi og aftur á sl. hausti. Það er nefnt í einni af þeim greinum sem fjallar um stjórn fiskveiða í því formi sem því var skilað frá þeirri ráðgjafarnefnd, sem hér var rætt um, þannig að ráðgjafarnefndinni var fullkunnugt um þær hugmyndir.
    Það er hins vegar ekki hægt að reikna með því að það sé fullt samræmi milli þess sem kemur frá ráðgjafarnefnd og Alþingi. Það hafa ávallt verið ýmsar breytingar á þessum frumvörpum í gegnum tíðina.
    Ég skal ekkert fullyrða um það hvað hagsmunaaðilum finnst um þessi vinnubrögð og þessi samráð. Þeir verða sjálfir að tjá sig um það og skýra það út. En ég fullyrði það að þessi mál hafa margoft verið rædd við þá í gegnum tíðina.