Frelsi í gjaldeyrismálum
Fimmtudaginn 26. apríl 1990


     Friðrik Sophusson (um þingsköp) :
    Ég skal rifja upp, hæstv. forseti, að á mánudaginn var var umræða um þetta mál. Henni var frestað nákvæmlega kl. 5 þegar ég lauk máli mínu á fyrirspurnum til nokkurra ráðherra, þar á meðal hæstv. forsrh. Til þess að ég þurfi ekki að taka til máls í umræðunni fyrst og fremst til að leggja fram fsp. aftur, þá vildi ég mælast til þess, virðulegur forseti, að það verði látið á það reyna hvort hæstv. forsrh. sé ekki fús til að taka þátt í umræðunum um sjálft dagskrármálið nú þannig að ég geti síðan fengið að tala aftur. Um það snýst þessi umræða.